Ás - Matartæknir óskast


Við á Ás dvalar- og hjúkrunarheimili leitum að metnaðarfullum og duglegum matartækni í framtíðarstarf í eldhúsið okkar.  

Um er að ræða 100% starfshlutfall eða eftir samkomulagi.

Umsækjandi þarf að búa yfir jákvæðni, hæfni í mannlegum samskiptum, skipulagshæfileikum og geta unnið sjálfstætt. Íslensku kunnátta er skilyrði.

Á  Ási búa um 130 manns í hjúkrunar- og dvalarrýmum og njóta mjög víðtækrar þjónustu í heimilislegu umhverfi. Trúnaður, traust og umhyggja eru höfð að leiðarljósi í samskiptum og lögð áhersla á góðan vinnuanda og sjálfstæð vinnubrögð.

Nánari upplýsingar um starfið veitir:

Eyjólfur Kristinn Kolbeinsson, yfirmatreiðslumaður

Sími: 480-2071

eyjolfur@dvalaras.is

Við hlökkum til að heyra frá þér! 

Umsóknarfrestur til og með 30. apríl 2018