Ás - Viltu vera partur af frábæru teymi í sumar?


Ás dvalar- og hjúkrunarheimili leitar að hressu og duglegu starfsfólki við umönnun aldraðra. 

Unnar eru blandaðar vaktir eftir samkomulagi. Gerð er krafa um íslenskukunnáttu. Umsækjandi þarf að búa yfir jákvæðni og almennt góða hæfni í mannlegum samskiptum.

Greitt er eftir kjarasamningi Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. 

Á  Ási búa um 130 manns í hjúkrunar- og dvalarrýmum og njóta mjög víðtækrar þjónustu í heimilislegu umhverfi. Trúnaður, traust og umhyggja eru höfð að leiðarljósi í samskiptum og lögð áhersla á góðan vinnuanda og sjálfstæð vinnubrögð.

Nánari upplýsingar um starfið veitir:

Birna Sif Atladóttir, hjúkrunarforstjóri

Sími: 480-2012

birna@dvalaras.is

Við hlökkum til að heyra frá þér! 

Umsóknarfrestur til og með 27. apríl 2018