Dvalarheimilið Ás - Starfsfólk í ræstingu


Dvalaheimilið Ás í Hveragerði auglýsir eftir hressu og duglegu starfsfólki í ræstingu í sumar.

Umsækjandi þarf að búa yfir jákvæðni og sýna frumkvæði og vandvirkni í starfi. 

Um er að ræða dagvaktir og greitt er eftir kjarasamningi Eflingar. 

Á  Ási búa um 130 manns í hjúkrunar- og dvalarrýmum og njóta mjög víðtækrar þjónustu í heimilislegu umhverfi. Trúnaður, traust og umhyggja eru höfð að leiðarljósi í samskiptum og lögð áhersla á góðan vinnuanda og sjálfstæð vinnubrögð.

Nánari upplýsingar um starfið veitir:

Pálína G. Sigurjónsdóttir, skrifstofustjóri

Sími: 480-2023

pala@dvalaras.is

Við hlökkum til að heyra frá þér! 

Umsóknarfrestur til og með 8. júní 2018