Fjölbreytt og gefandi störf laus hjá okkur


Hjúkrunarheimli Grundar óska eftir duglegu og metnaðarfullu starfsfólki til starfa við umönnun aldraðra.

Óskað er eftir starfsfólki til starfa við umönnun aldraðra í 60-100% starfshlutfalli á hjúkrunarheimilinu Grund. Unnar eru blandaðar vaktir eftir samkomulagi.

Gerð er krafa um íslenskukunnáttu og almennt góða hæfni í mannlegum samskiptum.

Greitt er eftir kjarasamningi Eflingar og samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. 

Grund rekur tvö hjúkrunarheimili í Reykjavík, Mörk að Suðurlandsbraut 66 og Grund að Hringbraut 50. Á hjúkrunarheimilum Grundar vinnur stór og samheldinn hópur starfsmanna að því að hlúa að öldruðum og sjúkum af alúð.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Íris Benediktsdóttir á mannaudur@grund.is eða í síma 530-6100