Grund - sjúkraliðar óskast til starfa


Langar þig að breyta til?

Við á Grund erum að bæta við þann góða hóp sjúkraliða sem er starfandi við heimilið.

Starf hópstjóra á Grund er sjálfstætt og fjölbreytt. Við leggjum áherslu á góða teymisvinnu og hjúkrunarfræðingur er alltaf í húsinu til ráðgjafar og stuðnings. Trúnaður, traust og umhyggja er höfð að leiðarljósi í samskiptum og lögð er áhersla á góðan vinnuanda, sjálfstæð vinnubrögð og heimilislegt umhverfi. 

Greitt er eftir kjarasamningi Sjúkraliðafélags Íslands og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.

Ýmsir möguleikar á starfshlutfalli og vaktafyrirkomulagi. 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigrún Faulk hjúkrunarforstjóri, virka daga frá klukkan 09:00-16:00 í síma 530-6188. Einnig má senda fyrirspurnir á mussa@grund.is.