Grund - Deildarstjóri sjúkraþjálfunar óskast til starfa


Grund óskar eftir metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi í starf deildarstjóra sjúkraþjálfunar á Grund.   

Starf deildarstjóra sjúkraþjálfunar er laust frá og með 1.mars 2018 eða samkvæmt samkomulagi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Trúnaður, traust og umhyggja eru höfð að leiðarljósi í samskiptum og lögð er áhersla á góðan vinnuanda, sjálfstæð vinnubrögð, þjónustulund og þolinmæði.

Laun fara eftir gildandi kjarasamningi SFV og Félagi sjúkraþjálfara.

Menntunar- og hæfnikröfur

  • Íslenskt starfsleyfi sem sjúkraþjálfari.
  • Reynsla sem sjúkraþjálfari nauðsynleg.
  • Reynsla í stjórnun nauðsynleg.
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Íris Benediktsdóttir á mannaudur@grund.is eða í síma 530-6100.