Mörk - Hjúkrunar- og læknanemar óskast


Hjúkrunar- og læknanemar óskast til starfa í sumar.

Við á Mörk leitum að hressum og duglegum, hjúkrunar- og læknanemum til að starfa með okkur í sumar. Starfshlutfall og vinnutími er samkomulagsatriði. 

Um er ræða spennandi starf sem felur í sér ábyrgð og fjölbreytt verkefni og er því góð reynsla sem nýtist vel í áframhaldandi námi og starfi. 

Í Mörk er unnið metnaðarfullt starf þar sem heimilismenn og starfsfólk vinna saman að því að skapa öruggt og heimilislegt umhverfi og rík áhersla lögð á sjálfsákvörðunarrétt heimilismanna og þátttöku þeirra. Mörk hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu sem Eden heimili.

Nánari upplýsingar um starfið veitir:

Ragnhildur Hjartardóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar

Sími: 560-1703

ragnhildur.hjartardottir@grund.is

Við hlökkum til að heyra frá þér!

Umsóknarfrestur til og með 31. maí 2018