Mörk - Sjúkraliðar óskast


Viltu vera partur af frábærri liðsheild?

 

Við á Mörk erum að bæta við þann góða hóp sjúkraliða sem er starfandi við heimilið. 

Starf hópstjóra á Mörk er sjálfstætt og fjölbreytt. Við leggjum áherslu á góða teymisvinnu og hjúkrunarfræðingur er alltaf í húsinu til ráðgjafar og stuðnings. 

Hæfnikröfur

  • Íslenskt sjúkraliðaleyfi
  • Faglegur metnaður og frumkvæði í starfi
  • Góðir samskiptahæfileikar og jákvæðni

Greitt er eftir kjarasamningi Sjúkraliðafélags Íslands og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.

Ýmsir möguleikar á starfshlutfalli og vaktafyrirkomulagi.

Trúnaður, traust og umhyggja eru höfð að leiðarljósi í samskiptum og lögð er áhersla á góðan vinnuanda, sjálfstæð vinnubrögð og heimilislegt umhverfi.

Nánari upplýsingar um starfið veitir:

Íris Benediktsdóttir, mannauðsráðgjafi

mannaudur@grund.is

Við hlökkum til að heyra frá þér!

 

Umsóknarfrestur til og með 20. júlí 2018